Þekking
Byggingarverkfræði (CSc), Brunavarnaverkfræði (MSc), verkefnastjórnun (MPM), reglur, staðlar, framkvæmd, rekstur, stjórnsýsla, eftirlit, virkni.
Reynsla
Brunavarnaráðgjöf í yfir 500 byggingum, þar af nokkrum stærstu byggingum landsins.
Hagkvæmni
Árangursríkar lausnir sem henta viðkomandi starfsemi og aðstæðum og hafa reynst vel í íslenskum veruleika og menningu.
Kostnaðarvitund ávallt í forgrunni.
Hvað gerum við?
-
Brunavarnaráðgjöf
Brunavarnaráðgjöf til arkitekta, verktaka og húseiganda.
-
Brunahönnun
Brunahönnun bæði nýbygginga og eldra húsnæðis.
-
Brunatæknileg úttekt
Brunatæknilegar úttektir á eldri byggingum og tímasettar verkáætlanir.
-
Deilihönnun
Ráðgjöf við brunatæknileg deili og útfærslur. Deilin skipta miklu máli þegar á reynir.
-
Sérhæfð brunahönnun
Sprengihermanir, gasbirgðastöðvar, olíubirgðastöðvar, kísilmálmverksmiðjur, sérhæfður iðnaður, endurvinnslur, áramótabrennur, frystigeymslur og svo margt margt fleira...
-
Hönnun og greining
Hönnun og greining á möguleikum til öflunar slökkvivatns.
-
Rekstur vatnsúða slökkvikerfa
Rekstur vatnsúða slökkvikerfa af flestum stærðum og gerðum þ.e. framkvæmd reglubundna skoðana og virkniprófana samkvæmt reglugerð.
-
Brunahermanir
Brunahermanir og raunbrunalíkön í fullkomnum hermiforritum. Geislunarútreikningar. -
Samræming brunavarna
Úttektir á virkni og samræmingu brunavarna.
-
Eldvarnareftirlit
Gerð eigin eldvarnareftirlitskerfa. Eigið eldvarnareftirlit.
-
Brunahönnun loftræstikerfa
Brunatæknilegar forsendur svo sem yfirþrýstingur af völdum raunbruna og hitastigsútreikningar fyrir líkanagerð og þrýstifallsútreikninga í opnum kerfum án brunaloka.
-
Vatnsúðakerfi
Hönnun vatnsúðakerfa skv. ÍST EN 12845 og NFPA 13, t.d. öflug og sérhæfð vatnsúðakerfi í lagera skv. NFPA 13 og íbúðarkerfi skv. ÍST EN 16925.
Við teiknum kerfin í Revit og rennslireiknum þau.
-
Vatnsmælingar
Vatnsmælingar á brunahönum vegna slökkvivatns og slökkvikerfa.
-
Yfirferð brunahönnunar
Yfirferð og rýni brunahönnunar fyrir byggingarfulltrúa.
-
Áhættumat
Áhættumat m.t.t. brunavarna.
-
Byggingarefni
Mat á prófunargögnum og erlendum vottunum.
-
Brunahönnun timburhúsa
Brunahönnun nýrra og gamalla timburhúsa með áherslu á hagstæðar deililausnir.
-
Rýmingaráætlanir
Rýmingaráætlanir, rýmingaræfingar, rýmingaruppdrættir og rýmingarhermanir í fullkomnum hermilíkönum.
-
Hönnun misturkerfa
Hönnun misturkerfa skv. ÍST EN 1492-1. Teiknum þau í Revit.
-
Viðtöku- og skilaúttektir
Viðtöku- og skilaúttektir sem og eftirlit með uppsetningu á „virkum“ brunavarnakerfum svo sem vatnsúðakerfum, misturkerfum, þrýstiaukadælum og öðrum „virkum“ brunavarnabúnaði.
Fréttir
2023 - 2024
2021 - 2022
2018 - 2020
2015 - 2017
Teymið
Gunnar H. Kristjánsson
Gunni er að rembast við að lækka forgjöfina í golfi en hefur alltaf of mikið að gera til að það takist almennilega en er nú samt að styrkja sig og liðka sig með afar færum sjúkraþjálfara auk þess að stunda hefðbundnar golfæfingar.
Netfang: | brunahonnun@brunahonnun.com |
Sími: | 662-5990 |
Einar I. Ólafsson
Einar hefur góða reynslu af verklegum framkvæmdum í gegnum verktaka- og smíðafyrirtækið Friðrik Jónsson ehf á Króknum.
Einar sinnir um þessar mundir nýjum arftaka heima fyrir enda algjör ljúflingur. Einar er auk þess mikill áhugamaður um Tindastól í körfubolta.
Netfang: | einar@brunahonnun.com |
Sími: | 861-9852 |
Sigmundur Eyþórsson
Simmi er þúsundþjala smiður og stundar smíðar í frístundum auk þess að vera trillukarl á strandveiðum á sumrin.
Netfang: | simmi@brunahonnun.com |
Sími: | 894-6716 |
Bjarni Kjartansson
Bjarni er áhugamaður um leiklist, fluguveiði og fluguhnýtingar, markskotfimi, útivist og ferðalög innanlands auk þess sem hann brennir gæðakaffi í eldhúsinu heima hjá sér. Bjarni er í veikindaleyfi um þessar mundir en kemur aftur frískur til starfa von bráðar.
Netfang: | bjarni@brunahonnun.com |
Sími: | 894-5424 |