Stór reynslubanki af praktískum brunavarnalausnum.

Kostnaðarvitund ávallt í forgrunni

Öðruvísi ráðgjöf.Þekking

Byggingarverkfræði (CSc), Brunavarnaverkfræði (MSc), verkefnastjórnun (MPM), reglur, staðlar, framkvæmd, rekstur, stjórnsýsla, eftirlit, virkni.

Reynsla

Brunavarnaráðgjöf í yfir 500 byggingum, þar af nokkrum stærstu byggingum landsins.

Hagkvæmni

Árangursríkar lausnir sem henta viðkomandi starfsemi og aðstæðum og hafa reynst vel í íslenskum veruleika og menningu.
Kostnaðarvitund ávallt í forgrunni.

Hvað gerum við?

 • Brunavarnaráðgjöf

  Brunavarnaráðgjöf til arkitekta, verktaka og húseiganda.

 • Brunahönnun

  Brunahönnun bæði nýbygginga og eldra húsnæðis.

 • Brunatæknileg úttekt

  Brunatæknilegar úttektir á eldri byggingum og tímasettar verkáætlanir.

 • Deilihönnun

  Ráðgjöf við brunatæknileg deili og útfærslur. Deilin skipta miklu máli þegar á reynir.

 • Sérhæfð brunahönnun

  Sprengihermanir, gasbirgðastöðvar, olíubirgðastöðvar, kísilmálmverksmiðjur, sérhæfður iðnaður, endurvinnslur, áramótabrennur, frystigeymslur og svo margt margt fleira...

 • Hönnun og greining

  Hönnun og greining á möguleikum til öflunar slökkvivatns.

 • Rekstur vatnsúða slökkvikerfa

  Rekstur vatnsúða slökkvikerfa af flestum stærðum og gerðum þ.e. framkvæmd reglubundna skoðana og virkniprófana samkvæmt reglugerð.

 • Brunahermanir

  Brunahermanir og raunbrunalíkön í fullkomnum hermiforritum. Geislunarútreikningar.
 • Samræming brunavarna

  Úttektir á virkni og samræmingu brunavarna.

 • Eldvarnareftirlit

  Gerð eigin eldvarnareftirlitskerfa. Eigið eldvarnareftirlit.

 • Brunahönnun loftræstikerfa

  Brunatæknilegar forsendur svo sem yfirþrýstingur af völdum raunbruna og hitastigsútreikningar fyrir líkanagerð og þrýstifallsútreikninga í opnum kerfum án brunaloka.

 • Vatnsúðakerfi

  Hönnun vatnsúðakerfa skv. ÍST EN 12845 og NFPA 13, t.d. öflug og sérhæfð vatnsúðakerfi í lagera skv. NFPA 13 og íbúðarkerfi skv. ÍST EN 16925.

  Við teiknum kerfin í Revit og rennslireiknum þau.

 • Vatnsmælingar

  Vatnsmælingar á brunahönum vegna slökkvivatns og slökkvikerfa.

 • Yfirferð brunahönnunar

  Yfirferð og rýni brunahönnunar fyrir byggingarfulltrúa.

 • Áhættumat

  Áhættumat m.t.t. brunavarna.

 • Byggingarefni

  Mat á prófunargögnum og erlendum vottunum.

 • Brunahönnun timburhúsa

  Brunahönnun nýrra og gamalla timburhúsa með áherslu á hagstæðar deililausnir.

 • Rýmingaráætlanir

  Rýmingaráætlanir, rýmingaræfingar, rýmingaruppdrættir og rýmingarhermanir í fullkomnum hermilíkönum.

 • Hönnun misturkerfa

  Hönnun misturkerfa skv. ÍST EN 1492-1. Teiknum þau í Revit.

 • Viðtöku- og skilaúttektir

  Viðtöku- og skilaúttektir sem og eftirlit með uppsetningu á „virkum“ brunavarnakerfum svo sem vatnsúðakerfum, misturkerfum, þrýstiaukadælum og öðrum „virkum“ brunavarnabúnaði.

Verkefnin okkar


Við höfum komið að öllum tegundum brunatæknilegra verkefna og brunahönnunar svo sem nokkurra verslunarmiðstöðva, þar á meðal stærstu verslunarmiðstöðva landsins, vörumiðstöðva, vöruhótela, lagerbygginga, dekkjalagera, háhýsa, skrifstofubygginga af öllum gerðum og stærðum, hótelbygginga af öllum stærðum og gerðum, iðnaðarhúsa stórra sem smáa, sérhæfðs iðnaðar eins og lyfjaiðnaðar, fiskvinnlushúsa, frystihúsa, efnaverksmiðja og kísilmálmverksmiðja.

Fjölþætt reynsla


Þá höfum við komið að byggingum eins og skólum, hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum, flugstöðvum, fangelsum, bönkum, samkomuhúsum, íþróttahúsum, fjölnota húsum, fjölbýlishúsum, landbúnaðarbyggingum, bílageymslum, nýjum og gömlum timburhúsum, veitingastöðum, skemmtistöðum, pöbbum o.s.frv.


Sem sagt fjölbreytt flóra bygginga í reynslubankanum sem nýtist í öllum brunahönnunarverkefnum og brunatæknilegri ráðgjöf, allt með það að leiðarljósi að leysa brunatæknileg viðfangsefni á sem hagkvæmastan hátt.

Þá höfum við reynslu af brunatæknilegum verkefnum erlendis, svo sem skólum, samkomuhúsum, hjúkrunarheimilum og lyfjaverksmiðju svo fátt eitt sé nefnt.

Ekkert verkefni er of stórt ...


... og ekkert verkefni er of lítið.

Nefndu það bara og við þekkjum það og leysum það.

Fleiri verkefni

 • Flugstöð Leifs Eiríkssonar stækkun. Brunahönnun.
 • Hotel Kultura Reykjavik á Hljómalindareit. Brunahönnun.
 • Eikertun hjúkrunarheimili, Hokksund Noregi.
 • Fangelsi Hólmsheiði. Brunahönnun.
 • PCC Húsavík. Kísilmálmverksmiðja. Forhönnun brunahönnunar.
 • Elkem Grundartanga. Brunahönnun og brunatæknileg hönnun á ofnhúsi.
 • KEX hostel. Brunahönnun.
 • Hringrás. Brunatæknileg ráðgjöf.
 • Ísfélag Vestmannaeyja Þórshöfn. Brunahönnun.
 • Fjölbrautarskólinn í Mosellsbæ. Brunahönnun.
 • Menntaskólinn við Reykjavík þorp (stækkun). Brunahönnun.
 • Bauhaus verslunarhús. Brunahönnun.
 • Actavis lyfjaverksmiðja. Reykjavíkurvegi. Brunahönnun.
 • Verslunarmiðstöð við Blikastaðaveg. Brunahönnun.
 • Vöruhús Byko. Skarfabakka. Brunahönnun.
 • Verslun Byko í Urriðaholti. Brunahönnun.
 • IKEA Garðabæ. Brunahönnun.
 • Smáratorgsturn, Kópavogi, 20 hæðir. Brunahönnun.
 • KB banki Borgartúni 19. Brunahönnun.
 • Fjölnota íþróttahús Akranesi og Reyðarfirði.
 • Þjóðleikhúsið. Brunatæknileg ráðgjöf og brunahönnun.
 • Lyfjaverksmiðja í Möltu. Brunatæknileg úttekt. Brunahönnun.
 • Vörumiðstöð Samskipa. Brunahönnun.
 • Sunnulækjarskóli Selfossi. Brunahönnun.
 • Ísaga. Brunahönnun, brunavarnaráðgjöf og eigið eldvarnareftirlit.

Bragur um Brunahönnun slf.

Sem hugur og hönd
við vinnum í teymi
Um landið við þeysum
og verkefnin leysum
Sum eru flókin og önnur einföld
Við reynsluna höfum sterka sem skjöld
Gunni er stjórinn með allt þetta hugvit
Einar er yngstur og teiknar í Revit
Simmi er elstur og bendir á brjóstvit
Bjarni fer yfir og samþykkir handrit
Snöggir við erum
með það sem við gerum
Með ábyrgum lausnum
virkum og traustum
Ef þú vilt meira
Láttu í þér heyra
brunahonnun@brunahonnun.com

Teymið

Gunnar H. Kristjánsson

Gunni brunaverkfræðingur er framkvæmda- og verkefnastjóri og einn reyndasti brunahönnuður landsins en hann hefur komið að hátt í 5000 ráðgjafarverkefnum á sínum starfsferli sem spannar yfir 30 ár. Gunni er fljótur að greina kjarnann frá hisminu í brunavörnum og hefur ávallt lagt áherslu á praktískar og hagkvæmar lausnir fyrir sína umbjóðendur og er ekki fyrir að flækja málin.

Gunni er að rembast við að lækka forgjöfina í golfi en hefur alltaf of mikið að gera til að það takist almennilega en er nú samt að styrkja sig og liðka sig með afar færum sjúkraþjálfara auk þess að stunda hefðbundnar golfæfingar.
Netfang: brunahonnun@brunahonnun.com
Sími: 662-5990

Einar I. Ólafsson

Einar er byggingarverkfræðingur og fulltrúi ungu kynslóðarinnar í fyrirtækinu enda tölvufær með afbrigðum. Hann gerir flóknar brunahermanir, rýmingarhermanir og rýmingaráætlanir auk þess sem hann hannar vatnsúðakerfi og misturkerfi sem hann teiknar í Revit.
Einar hefur góða reynslu af verklegum framkvæmdum í gegnum verktaka- og smíðafyrirtækið Friðrik Jónsson ehf á Króknum.

Einar sinnir um þessar mundir nýjum arftaka heima fyrir enda algjör ljúflingur. Einar er auk þess mikill áhugamaður um Tindastól í körfubolta.
Netfang: einar@brunahonnun.com
Sími: 861-9852

Sigmundur Eyþórsson

Simmi er brunatæknifræðingur og er reynslubolti úr slökkviliðageiranum með áratuga reynslu, enda var hann slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja í 13 ár og verkefnastjóri og staðgengill byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar í 14 ár. Simmi framkvæmir mælingar á vatnsveitum sem er hönnunarforsenda slökkvikerfa ásamt því að gera greiningar á vatnsölfun til slökkvistarfa. Hann hefur eftirlit með hönnun og uppsetningu ýmissa brunavarnakerfa svo sem vatnsúðakerfa, misturkerfa og framkvæmir viðtöku- og skilaúttektir fyrir kerfin. Auk þess sinnir Simmi ástandskoðunum á brunavörnum mannvirkja auk þess að sinna almennri brunaráðgjöf og brunahönnun.

Simmi er þúsundþjala smiður og stundar smíðar í frístundum auk þess að vera trillukarl á strandveiðum á sumrin.
Netfang: simmi@brunahonnun.com
Sími: 894-6716

Bjarni Kjartansson

Bjarni arktitekt er reynslubolti frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins þar sem hann var sviðsstjóri eldvarnareftirlits í yfir 20 ár. Hann hefur auk stjórnunarstarfa sinnt eftirliti með hönnun brunavarna og komið að fjölmörgum eldsvoðum á sínum starfsferli. Bjarni sinnir brunavarnaráðgjöf og brunahönnun og byggir þar á verðmætum reynslubanka úr raunheimum. Auk þess gerir Bjarni rýmingaráætlanir.

Bjarni er áhugamaður um leiklist, fluguveiði og fluguhnýtingar, markskotfimi, útivist og ferðalög innanlands auk þess sem hann brennir gæðakaffi í eldhúsinu heima hjá sér. Bjarni er í veikindaleyfi um þessar mundir en kemur aftur frískur til starfa von bráðar.
Netfang: bjarni@brunahonnun.com
Sími: 894-5424